Lyftingasalur Stjörnunnar í Ásgarði 💪

Lyftingasalur Stjörnunnar í Ásgarði 💪

Garðabær þarf að fjárfesta í lóðum, lyftingastöngum og tækjabúnaði svo Stjarnan geti nýtt lyftingasalinn í Ásgarði til fulls.

Points

Stjarnan hefur afnot af rúmgóðum lyftingasal í Ásgarði en því miður er ekki enn búið að kaupa nauðsynleg lóð og lyftingabúnað svo nýta megi salinn til fulls. Í dag neyðist Lyftingadeild Stjörnunnar til að nota búnað sem fengist hefur að láni héðan og þaðan frá öðrum íþróttafélögum ásamt ýmsum heimasmíðuðum búnaði. Það litla magn af lóðum og tækjabúnaði sem er í eigu bæjarfélagsins er bæði ófullnægjandi og komið til ára sinna. Ef Garðabær ætlar að skarta sterku íþróttafólki verður að gera betur!

Lyftingasalurinn í Ásgarði er aðalkraftþjálfunaraðstaða Stjörnunnar. Þar stunda margar deildir kraftþjálfun og oft á tíðum er mikil umferð. Hinsvegar geta aðeins örfáir æft lyftingar með stöngum og lóðum í einu því of lítið er af búnaði. Fjárfesting í lyftingasalnum er fjárfesting sem mun nýtast öllu íþróttastarfi í Garðabæ í tugi ára, enda er styrkur undirstaða allra íþrótta.

Lyftingadeild Stjörnunnar (þá kraftlyftingafélag Garðabæjar) hóf starfsemi 2011. Þá fékk félagið strax úthlutað æfingaaðstöðu í Ásgarði og í gegnum árin hefur hægt og rólega verið bætt við búnaði. Þrátt fyrir langa bið, öflugt starf og mikil íþróttaafrek hefur litlu verið áorkað. Fáir geta æft á sama tíma í aðstöðunni og búnaðurinn er einfaldur, þreyttur og lítið af honum. Engin önnur deild innan Stjörnunnar býr við samskonar aðstöðuleysi og Lyftingadeildin.

Garðabær er 6. stærsta sveitarfélag landsins. Í Garðabæ hefur lengi ríkt metnaður fyrir heilsu íbúa og sterku íþróttastarfi. Það er vel og margt gott hefur verið gert sem fyrirmynd er af. En það er einfaldlega svo að aðstaða til styrktaræfinga í Garðabæ stendur hverju einasta nágrannasveitarfélagi að baki, og munar mjög miklu. Í samhengi hluta kostar ekki mikið að koma í lag en fjárfesting tækja og tóla til styrktaræfinga eru endingargóðar. Þetta er eðlilegt og nauðsynlegt að bæta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information