Að lýsa upp gervigrasvöllinn á íþróttasvæði Álftanes

Að lýsa upp gervigrasvöllinn á íþróttasvæði Álftanes

Setja upp kastara sem standast kröfur frá KSÍ. Búið var að leggja lagnir og grunn til að setja upp lýsingu en bærinn hefur dregið lappirnar að klára málið á sama tíma og 4 vellir eru í Ásgarði , allir mep topplýsingu !!! Bagalegt að UMFÁ þurfi að keyra í Ásgarð til að geta iðkað sýna íþrótt . Undirritað var samkomulag milli UMFÁ og Garðabæar sumarið 2017 um að bærinn myndi klára allt nærumhverfi við völlinn sem fyrst !!!

Points

Þessi diskòlýsing sem er à vellinum nùna er algjörlega òlìðandi fyrir iðkendur að maður tali nù ekki um aukna slysahættu. Nýja lýsingu strax! Allir iðkendur ì Garðabæ skulu sitja við sama borð og fà sambærilega aðstöðu takk.

Skylda að hafa lýsinguna í lagi

eins og staðan er nuna þá er gervigrasvöllurinn ekki lýstur upp með kösturum sem standast lágmarks kröfur. Þetta veldur því að mikil meiðslahætta myndast fyrir þá iðkendur sem spila knattspyrnu undir þessum kringumstæðum. Á sama tíma er völlurinn ekki sóttur jafn mikið yfir vetrarmánuði eins og vilji er til. Þetta er sérstaklega mikilvægt í því samhengi að ýta undir heilbrigði unga fólksins í bæjarfélaginu! Gefum unga fólkinu okkar kleift að sækjast í útiveru og leiks yfir vetrartímann.

Ótrúlega mikilvægt að fá lýsingu - skiptir máli varðandi öryggi barnanna og gefa þeim sama tækifæri og börn á öðrum stöðum í Garðabæ

Þessu þarf að kippa í lag helst í gær.

Mér finnst ósanngjarnt að barnið mitt geti ekki æft og keppt við svipaðar eða sömu aðstæður og krakkar hjá Stjörnunni :-(

Mæli með að lýsing íþróttavallarins verði sett í forgang fyrir næsta haust.

Ekki boðleg lýsing á þessum velli eins og er. Erfitt að spila á honum þegar vantar lýsingu. Eins eru ljósin oft biluð sem gerir þetta enn verra.

Þetta er ekki boðlegt, þarf að kippa þessu í lag..

Alger nauðsyn vegna barnanna okkar sem sjá hvort annað illa eða stundum ekki í myrkrinu sem varir langa vetur... það getur farið illa ef ekki er betur upp lýst

Mikilvægt að fá lýsingu. Skiptir máli varðandi öryggi barnanna og eykur möguleika á hreyfngu þegar dimmir.

Algjörlega ótækt að hafa ekki lágmarks lýsingu fyrir knattspyrnufólkið sem þarna æfir allan ársins hring og þá sérstaklega á veturna í myrkri og kulda.

Það þarf á setja alvöru lýsingu á völlinn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information