Lýsing á göngustíg í Efra Lundahverfi

Lýsing á göngustíg í Efra Lundahverfi

Engin lýsing er til staðar á göngustíg sem liggur milli Efstalundar og Karlabrautar (nema við göturnar). Stígurinn liggur að stoppistöð strætó fyrir íbúa í syðri hluta hverfisins og er hluti af gönguleið skólabarna. Líklega hefur lýsing ekki verið sett upp á sínum tíma vegna þess að hús liggja nokkuð nálægt stígnum. Nú eru komnar aðrar og betri lausnir fyrir gatnalýsingu t.d. led ljós og ljósapollar. Börn í hverfinu veigra sér við að ganga stíginn þegar tekur að dimma.

Points

Það verður að bæta lýsingu á stígnum, það getur ekki verið svo mikið mál að bæta úr þessu

Klárt mál að lýsingin á þessum göngustíg er því miður mjög ábótavant og mikilvægt fyrir unga sem aldna að geta gengið þarna með góðri lýsingu í skammdeginu.

Tel afar mikilvægt að bæta lýsingu sem fyrst á þennan göngustíg þar sem þetta er leið sem börn ganga og hjóla í skólann og í strætóstoppustöðina á Karlabrautinni.

Börn eiga að komast leiðar sinnar til og frá skóla óhrædd - og svo er þetta öryggismál.

Nú þegar dimma tekur er þetta brýnt öryggismál. Börn á leið til skóla, til vina eftir skóla eða heim fyrir kvöldmat eru þarna á ferð. Gerum Lundina í Garðabæ barnvænni!

Tek undir þessa tillögu. Þetta er mikilvægt öryggismál því stígurinn er mikið notaður og því skiptir miklu máli að hann sé vel upplýstur á veturmar. Hann er stórhættulegur í hálku.

Ekki hægt að ganga stíginn í myrkri, tala nú ekki um þegar það er hálka úti, það er ekki nógu björt lýsing í götunum til að lýsa upp stíginn því er algjörlega nauðsynlegt að sett verði upp lýsing á göngustígnum. Skil vel að börn veigri sér við að ganga stíginn í myrkri, ég þori ekki sjálf að ganga hann í myrkri þó engin sé hálkan.

Löngu tímabært, ekki bara fyrir börnin, fullorðnir þurfa líka góða lýsingu

Þessi stígur er stórhættulegur í núverandi ástandi fyrir bæði börn og fullorðna þegar að skyggja tekur

Mikið öryggisatriði að bæta lýsinguna. Erfitt að sjá til eftir að dimma tekur. Dæturnar veigra sér við að ganga þarna vegna skorts á lýsingu.

Stígurinn getur verið mjög hættulegur í hálku þar sem fólk sér ekki almennilega yfirborð stígsins í myrkrinu. Börn fara um stíginn til að komast í skólann, í strætó og til vina í næstu götum en geta verið hrædd þegar dimma tekur. Það er mikið öryggismál að stígar séu vel upplýstir.

Ég er mjög sammála þessu, mikil fjölgun er af börnum í Lundahverfinu sem ganga í skóla, æfingu og milli vina sem þurfa að nota þessa stíga allan ársins hring. Fyrir utan okkur hin sem nota hann til heilsubóta!

ÉG hef oft bent á þetta - ótrúlega mikið myrkur þarna á veturna. Skólarnir eru farnir að hvetja börn til að ganga í skólann til að minnka umferð í kringum skólana og þess vegna verða börnin að hafa aðgang að öruggum og góðum gönguleiðum.

Að sjálfsögðu á að vera góð lýsing á göngustígum - við eigum ekki að þurfa að berjast fyrir því. Það er engin nýting á þessum stígum þegar dimma tekur.

Algjörlega tímabært að bæta lýsinguna börnin mín vilja ekki ganga stíginn í dimmu og þetta er sérstaklega hættulegt í hálkunni fyrir alla.

Þetta er fjölfarin gönguleið bæði í og úr skóla og einnig þegar verið er að ganga á milli húsa innan hverfisins. Löngu, löngu tímabært að efla lýsinguna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information